Ekkert svar frá Póllandi vegna framsalskröfu

Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa ekki fengið svar frá starfssystkinum sínum í Póllandi við beiðni Íslands um að tveir pólskir, karlmenn sem stungu af úr farbanni sl. haust og sáust síðast í Póllandi, verði framseldir hingað til lands.

Það má þó nánast slá því föstu að þeir verði ekki framseldir hingað enda banna pólsk lög að pólskir ríkisborgarar séu framseldir. Það gildir þó ekki um þau ríki sem hafa fullgilt Evrópsku handtökutilskipunina og hafa ekki gert fyrirvara um framsal sinna eigin ríkisborgara. Ísland er ekki aðili að Evrópsku handtökutilskipunni og framselur aðeins eigin ríkisborgara til hinna Norðurlandanna, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Mennirnir eru ásamt einum til viðbótar grunaðir um nauðgun á Selfossi í október sl. Þeir voru handteknir við komuna til Póllands en síðan sleppt. Lögreglan á Selfossi bíður nú eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar og er orðin nokkuð langeyg eftir þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert