Gabbútkall hjá slökkviliði

Slökkviliðið á Egilsstöðum var kallað út nú á níunda tímanum vegna elds í húsi á Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Austurlands var ekki um neinn eldsvoða að ræða heldur væntanlega um gabb að ræða. Unnið er að rannsókn málsins enda slæmt þegar slökkvilið er kallað út að óþörfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert