Hafrannsóknarskipin enn í höfn

Loðnuskip að veiðum í betri tíð.
Loðnuskip að veiðum í betri tíð. Árvakur/ Rax

Haf­rann­sókn­ar­skip­in Bjarni Sæ­munds­son og Árni Friðriks­son liggja enn við bryggju í Reykja­vík en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar er verið að gera skip­in klár til loðnu­leit­ar. Árni Friðriks­son mun fara til loðnu­leit­ar með suðuströnd­inni á sunnu­dag og Bjarni Sæ­munds­son mun fara vest­ur á þriðju­dag. Mun hann fyrst fara í loðnu­leit úti fyr­ir Ve­stjörðum  en þaðan í tog­ar­arall á Norðurmiðunum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins Sig­urðsson­ar, sviðstjóra hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­inni, er gert ráð fyr­ir að Árni verði við loðnu­leit fram að pásk­um en að loðnu­leit Bjarna standi í tvo sól­ar­hringa. Það mun þó fara eft­ir staðsetn­ingu ísrand­ar­inn­ar við Vest­ur­bungu.

Áhöfn­in á Bjarna mun síðan áfram fylgj­ast með loðnunni í mæli­tækj­um en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins er ekki talið for­svar­an­legt að láta tog­ar­arallið falla niður. „Það er verk­efni sem við höf­um unnið að í 23 ár," seg­ir hann. „Auk þess telj­um við nóg að leita að loðnunni á einu skipi sér­stak­lega ef veiðiskip verða að leita með okk­ur."

Þor­steinn seg­ir ekki liggja fyr­ir  hvernig sam­vinnu við veiðiskip verði háttað en að hald­inn verði fund­ur með sjó­mönn­um og út­gerðarmönn­um um það mál í dag. „Þá mun­um við einnig ræða það sem við höf­um verið að ríf­ast um und­an­farna daga en þó kannski aðallega í fjöl­miðlum," sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert