Hálkublettir eru á Reykjanesbraut. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og á Sandskeiði og hálka er í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka eða snjóþekja um allt Suður- og Vesturland.
Á Vestfjörðum er hálka á flestum leiðum. Þó er þæfingsfærð á Klettsháls og Kleifaheiði en unnið er að mokstri.
Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja. Á Norðausturlandi og Austurlandi er víða greiðfært. Þó eru sumstaðar hálkublettir á útvegum, einnig eru hálkublettir á Fjarðarheiði. Hálka er á Hálsum, Fagradal, Oddskarði og á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er snjóþekja og hálka er á Öxi,samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.