Krefst afsökunarbeiðni vegna Axels

Ari Axel Jónsson, eigandi og útgerðarmaður Axels, lengst til vinstri, …
Ari Axel Jónsson, eigandi og útgerðarmaður Axels, lengst til vinstri, ásamt tveimur starfsmanna sinna eftir að Axel lagðist að bryggju á Akureyri eftir óhappið í haust.

Ari Axel Jónsson á Akureyri, eigandi flutningaskipsins Axels, er ómyrkur í máli vegna ummæla Halldórs Nellett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, á meðan skipið var á leið til Akureyrar í kjölfar strands utan Hornafjarðaróss í nóvember síðastliðnum. Ari segir Halldór hafa sagt ósatt og hyggst fela lögmönnum sínum að fá Halldór til þess að draga ummæli sín opinberlega til baka. Von var á skipinu til Akureyrar í nótt, í fyrsta skipti eftir viðgerð sem fór fram í Litháen í kjölfar strandsins.

Ari segir engin bilbug á sér að finna þrátt fyrir allt. Hann og hans fólk hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hjálpsemi hvaðanæva eftir strandið og næg verkefni séu framundan hjá útgerðinni.

Ari segist ekki hafa getað fylgst almennilega með fréttum á þessum tíma og undanfarið hefur hann dvalið mikið í Litháen vegna viðgerðar á Axel. „En nú þegar ég hef skoðað allar fréttir af málinu get ég ekki orða bundist. Ég man ekki eftir því að fyrirtæki og starfsmenn sem standa sig vel hafi fengið svona umfjöllun; að borðalagður maður, fulltrúi lögreglu hafsins, hafi farið offari eins og Halldór Nellett gerði,“ sagði Ari í samtali við Morgunblaðið.

Fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma, haft eftir Halldóri, að Landhelgisgæslan hefði beitt íhlutunarákvæðum laga meðan á siglingu skipsins stóð til Akureyrar, en Ari segir það alls ekki rétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert