Mikil spenna fyrir „hreindýrahappdrætti"

Hreindýr á Austurlandi.
Hreindýr á Austurlandi. Árvakur/Steinunn

Byrjað verður að draga úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi á morgun klukkan 13. Alls bárust 3137 umsóknir en af þeim voru 99 ógildar. Dregið verður um 1333 veiðileyfi og fer drátturinn fram í húsnæði  Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum en hægt verður að fylgjast drættinum á skjá hjá Umhverfisstofnun á Suðurlandsbraut 24 og á deildinni á Akureyri, Borgum við Norðurslóð.

Jóhann Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum segir að þá séu meiri líkur en minni, að hægt verði að fylgjast með drættinum á vefslóðinni www.hreindyr.is.

„Það er mikill spenningur í mönnum,“ segir Jóhann enda sjálfur í pottinum með umsókn. Hann segir fyrirkomulagið gott þar sem allir hafi jafnmiklar líkur á að vera dregnir út, burtséð frá afköstum fyrri ára og að kerfið sé einfalt og gegnsætt.

Veiðisvæðin eru níu, stendur veiðitímabilið frá 1. ágúst til 15. september. Heimilt verður að veiða fleiri dýr í ár en í fyrra. Samkvæmt mati Náttúrustofu Austurlands mun stækkun kvótans ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert