Nefndin mun fjalla um önnur meðferðarheimili

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, hef­ur falið nefnd­inni, sem fjallaði um vistheim­ilið á Breiðavík, að starfa áfram og fjalla um önn­ur vist- og meðferðar­heim­ili sem falla und­ir lög sem sett voru í fyrra. Seg­ir Geir, að gert sé ráð fyr­ir því að sú vinna geti tekið um þrjú ár. Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að hefja und­ir­bún­ing að laga­frum­varpi um bæt­ur til þeirra, sem sætt hafa of­beldi á slík­um heim­il­um. 

Geir sagði við mbl.is, að mál þetta væri snúið og óvenju­legt að mörgu leyti.  Hann sagðist ekki geta sagt um hvenær frum­varpið kæmi fram, en stjórn­völd vildu koma til móts við þá, sem sætt hefðu illri meðferð á Breiðavík­ur­heim­il­inu og hugs­an­lega öðrum meðferðar­heim­il­um. 

For­sæt­is­ráðherra sagði, að vistheim­ilið á Breiðavík hefði haft  nokkra sér­stöðu þar sem það hefði verið á mjög ein­angruðum stað. Frum­varp um bóta­greiðslur myndi þó ná með al­menn­um hætti yfir þá, sem hugs­an­lega hefðu sætt illri meðferð á öðrum heim­il­um, ef slíkt kæmi í ljós.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert