Óljóst hvenær börn fá frítt í strætó

Ekkert liggur fyrir um hvenær börn og unglingar fá frítt í strætó, en eitt af stefnumálum nýs meirihluta í Reykjavíkurborg er að þessi hópur þurfi ekki að greiða fargjald í strætó.

„Fargjöld í strætisvagna verða felld niður hjá börnum og unglingum að 18 ára aldri sem og öldruðum og öryrkjum,“ segir í stefnuyfirlýsingu nýja meirihlutans.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að málið hafi enn ekki verið rætt í stjórn Strætó og engin afstaða hafi verið tekin til þess. Hann sagði aðspurður að nokkuð hefði verið um að börn og unglingar hefðu spurst fyrir um hvenær þau fengju frítt í strætó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert