Óljóst hvenær börn fá frítt í strætó

Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hvenær börn og ung­ling­ar fá frítt í strætó, en eitt af stefnu­mál­um nýs meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg er að þessi hóp­ur þurfi ekki að greiða far­gjald í strætó.

„Far­gjöld í stræt­is­vagna verða felld niður hjá börn­um og ung­ling­um að 18 ára aldri sem og öldruðum og ör­yrkj­um,“ seg­ir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýja meiri­hlut­ans.

Reyn­ir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs, seg­ir að málið hafi enn ekki verið rætt í stjórn Strætó og eng­in afstaða hafi verið tek­in til þess. Hann sagði aðspurður að nokkuð hefði verið um að börn og ung­ling­ar hefðu spurst fyr­ir um hvenær þau fengju frítt í strætó.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert