Síðasta skrefið að fullri inngöngu Íslands í NATO

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði á flokks­ráðsfundi síðdeg­is, að með varn­ar­mála­frum­varpi, sem ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur mælt fyr­ir á Alþingi, sé verið að stíga síðasta skrefið að fullri inn­göngu Íslands í NATO.

Stein­grím­ur sagði, að þegar Ísland gekk í NATO hafi verið miðað við það, að hér á landi yrði ekki her á friðar­tím­um.  Nú sé verið að lög­binda að hér verði með reglu­bundnu milli­bili herlið frá öðrum ríkj­um á friðar­tím­um.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður VG, sagði á flokks­ráðsfund­in­um, að Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú sem stærsti flokk­ur lands­ins í skoðana­könn­un­um og hafi flotið í gegn­um stjórn­ar­sam­starfið með því að benda á Sjálf­stæðis­flokk­inn þegar miður fer og baðað sig í nýj­um ljóma ráðherra­dóms og valda án þess þó að taka ábyrgð á verk­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hún sagði, að flokks­fé­lag­ar verði að brýna sig í  bar­áttu gegn því, sem nefnt hafi verið alræði kapí­tal­ism­ans því hún snú­ist um að halda sam­an sam­fé­lagi og að ís­lenskt sam­fé­lag gliðni ekki og verði sam­fé­lag ríkra ann­ars veg­ar og hinna hins veg­ar.

„Þegar mun­ur manna er orðinn svo mik­ill að hægt er að tala um gliðnun í sam­fé­lagi er hætta á ferð. Hætt­an verður sú að við miss­um þá hags­muni og þær hug­sjón­ir sem sam­eina okk­ur sem þjóð, að við verðum ekki annað en hóp­ur ein­stak­linga sem hver hugs­ar um sig. Ef ákveðnir hóp­ar sam­fé­lags­ins upp­lifa úti­lok­un get­ur það valdið tjóni sem seint verður bætt."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert