Urðu fyrir margskonar ofbeldi

Lítill vafi leikur á því að margir vistmannanna máttu þola andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi frá öðrum drengjum og einhverju af starfsfólkinu meðan á dvöl þeirra í Breiðavík stóð, segir Gísli H. Guðjónsson, prófessor, m.a. í niðurstöðum skýrslu nefndar sem kannaði starfsemi heimilisins.

Að mati skýrsluhöfunda eru stjórnvöld talin hafa skapað sér skaðabótaskyldu vegna tjóns sem drengirnir urðu fyrir, sem vistaðir voru á Breiðarvíkurheimilinu á sjöunda áratugnum en skaðabótakröfur væru þó fyrndar. Jákvætt er talið að stjórnvöld hafi tekið á málinu. Er sagt að Breiðavík verði best lýst sem mistökum í kerfinu þar sem farið var illa með mörg viðkvæm börn  þau hafi verið vanrækt sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar á líf þeirra.

Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:

Enn leitað að flugmanni við erfiðar aðstæður

New York Times gagnrýnt fyrir umfjöllun um John McCain

Halda til loðnuleitar

Lífstíðarfangelsi fyrir fimm morð

Mömmur og ömmur í heimsókn á leikskóla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka