Blaðaljósmyndarar sýna

00:00
00:00

Árleg ljós­mynda­sýn­ing Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands hefst í dag  og er það Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra sem opn­ar sýn­ing­una í Gerðasafni í Kópa­vogi. Við sama tæki­færi verður til­kynnt hvaða ljós­mynd­ar­ar hafa hlotið verðlaun fyr­ir bestu ljós­mynd­ir síðasta árs.

Á sýn­ing­unni ber að líta verk tæp­lega 40 ljós­mynd­ara fé­lags­ins frá ár­inu 2007. En veitt verða verðlaun í 10 flokk­um:
- Mynd árs­ins
- Frétta­mynd
- Íþrótta­mynd
- Portrett­mynd
- Tíma­rita­mynd
- Skop­leg­asta mynd­in
- Um­hverf­is­mynd
- Dag­legt líf
- Þjóðleg­asta mynd­in
- Myndröð

Sam­hliða þess­ari sýn­ingu verður jafn­framt opnuð einka­sýn­ing Páls Stef­áns­son­ar á neðri hæð safns­ins. Páll verður með leiðsögn um sýn­ing­una á sunnu­dag­inn 24.fe­brú­ar klukk­an 14:00.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert