Blaðaljósmyndarar sýna

Árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst í dag  og er það Geir H. Haarde forsætisráðherra sem opnar sýninguna í Gerðasafni í Kópavogi. Við sama tækifæri verður tilkynnt hvaða ljósmyndarar hafa hlotið verðlaun fyrir bestu ljósmyndir síðasta árs.

Á sýningunni ber að líta verk tæplega 40 ljósmyndara félagsins frá árinu 2007. En veitt verða verðlaun í 10 flokkum:
- Mynd ársins
- Fréttamynd
- Íþróttamynd
- Portrettmynd
- Tímaritamynd
- Skoplegasta myndin
- Umhverfismynd
- Daglegt líf
- Þjóðlegasta myndin
- Myndröð

Samhliða þessari sýningu verður jafnframt opnuð einkasýning Páls Stefánssonar á neðri hæð safnsins. Páll verður með leiðsögn um sýninguna á sunnudaginn 24.febrúar klukkan 14:00.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert