Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra

Að minnsta kosti eitt hverfafélag Sjálfstæðisflokksins  í Reykjavík hefur gefið til kynna, að það vilji að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víki sem oddviti borgarstjórnarflokksins, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Sagði Útvarpið að félagið hefði samþykkt ályktun þessa efnis nýlega en ekki sent hana frá sér með formlegum hætti.

Þá sagði Útvarpið, að Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt væru að undirbúa að lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem borgarstjóraefni.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Vilhjálmur ákveðið að halda áfram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og mun taka við embætti borgarstjóra að ári. Gert var ráð fyrir að formlegrar tilkynningar væri þó ekki að vænta frá Vilhjálmi fyrr en að loknum fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert