Kristján Már hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007

Verðlaunahafarnir.
Verðlaunahafarnir. Árvakur/Andri Karl

Kristján Már Unn­ars­son, fréttamaður Stöðvar 2, hlaut Blaðamanna­verðlaun árs­ins 2007, fyr­ir frétt­ir úr hvers­dags­lífi á lands­byggðinni sem vörpuðu ljósi á þjóðfé­lags­breyt­ing­ar. Verðlaun­in voru veitt í Þing­holti á Hót­el Holti nú síðdeg­is.

Verðlaun fyr­ir bestu um­fjöll­un árs­ins 2007  fengu þeir Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og Krist­inn Hrafns­son, Stöð 2, fyr­ir um­fjöll­un í Komp­ási.

Sam­eig­in­lega fengu rit­stjórn DV og Sig­mar Guðmunds­son og Þóra Tóm­as­dótt­ir verðlaun fyr­ir rann­sókn­ar­blaðamennsku árs­ins, vegna um­fjöll­un­ar þeirra um Breiðavík­ur­málið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ára sögu verðlaun­anna að aðilar af tveim­ur rit­stjórn­um deila með sér verðlaun­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert