Landsmenn hrindi atlögu að almannaþjónustunni

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, á flokksráðsfundinum í gær.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, á flokksráðsfundinum í gær. Árvakur/Frikki

Í álykt­un, sem samþykkt var á flokks­ráðsfundi VG í dag, eru lands­menn hvatt­ir til að hrinda at­lög­um rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar að al­mannaþjón­ust­unni. Þá lýs­ir flokks­ráðið yfir þung­um áhyggj­um yfir stöðu efna­hags- og at­vinnu­mála og gagn­rýn­ir and­vara­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þeim efn­um.

Í álykt­un flokks­ráðsins seg­ir, að áform um víðtæka einka­væðingu inn­an heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ust­unn­ar, í mennta­kerf­inu og á sviði sam­gangna séu al­var­legt til­ræði við vel­ferðarþjóðfé­lagið.

„Ráðherr­ar úr báðum stjórn­ar­flokk­un­um eru farn­ir að taka op­in­ber­lega und­ir með sam­tök­um at­vinnu­rek­enda og fjár­magnseig­enda um einka­væðingu al­mannaþjón­ust­unn­ar," seg­ir m.a. í álykt­un­inni.

Í álykt­un um efna­hags- og at­vinnu­mál seg­ir m.a., að til viðbót­ar þeirri al­var­legu stöðu sem við blas­ir í banka­kerf­inu og á verðbréfaþingi, og óviss­unni um þróun gjald­eyr­is- og verðlags­mála næstu mánuðina, bæt­ist svo áföll sem dunið hafa yfir í sjáv­ar­út­vegi. Því miður ber­ist lang­leiðina svipuð ótíðindi af mál­efn­um land­búnaðar­ins, en þar stofni allt að 80% hækk­un áburðar­verðs, ásamt gríðarlegri hækk­un á olíu­verði, inn­fluttu kjarn­fóðri og fleiri aðföng­um, af­komu bænda og stöðug­leika í inn­lendri bú­vöru-fram­leiðslu í veru­lega hættu.

Í álykt­un um orku­mál lýs­ir flokks­ráðsfund­ur­inn yfir undr­un sinni á fyr­ir­huguðum ál­vers­bygg­ing­um í Helgu­vík og á Bakka. Fyr­ir kosn­ing­ar hafi Sam­fylk­ing­in boðað stóriðju­hlé með sínu „Fagra Íslandi”, en svo virðist sem það hafi verið orðin tóm.

Álykt­an­ir flokks­ráðsfund­ar­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert