Ákvörðun síðar um borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ásamt Jórunni Frímannsdóttur, Júlíusi Vífli Invarssyni og …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ásamt Jórunni Frímannsdóttur, Júlíusi Vífli Invarssyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Árvakur/Brynjar Gauti

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son seg­ir að hvað sig varði sé opið hver taki við embætti borg­ar­stjóra af hálfu Sjálf­stæðis­flokks­ins í mars 2009. Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn mun ákveða borg­ar­stjóra­efnið í sam­ein­ingu þegar nær dreg­ur. Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn hef­ur lýst yfir óskoruðum stuðningi við Vil­hjálm.

Bæði Vil­hjálm­ur og borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ing­ar í kjöl­far fund­ar flokks­ins í dag. Yf­ir­lýs­ing Vil­hjálms er eft­ir­far­andi:

„Hvað mig varðar er opið hver tek­ur við embætti borg­ar­stjóra af hálfu Sjálf­stæðis­flokks­ins í mars 2009. Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn mun ákveða borg­ar­stjóra­efnið í sam­ein­ingu þegar nær dreg­ur.

Í sam­ráði við borg­ar­stjórn­ar­flokk­inn og með stuðningi hans hef ég ákveðið að gegna áfram starfi odd­vita borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins og for­manns borg­ar­ráðs. Borg­ar­full­trú­ar flokks­ins munu áfram vinna sam­an af heil­um hug í þágu borg­ar­búa það sem eft­ir lif­ir kjör­tíma­bils­ins.  Ég mun leggja mig all­an fram við að vinna með öll­um borg­ar­bú­um eins og ég hef gert hingað til."

Yf­ir­lýs­ing borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins er eft­ir­far­andi: 

„Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn lýs­ir yfir óskoruðum stuðningi við odd­vita sinn, Vil­hjálm Þ. Vil­hjálms­son, og meðfylgj­andi yf­ir­lýs­ingu hans.

Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn tek­ur und­ir það með Vil­hjálmi, að ekki sé ástæða til að ákveða nú hver verði borg­ar­stjóri eft­ir rúmt ár. Sú ákvörðun verður tek­in af borg­ar­stjórn­ar­flokkn­um í sam­ein­ingu þegar nær dreg­ur og með hags­muni flokks­ins og borg­ar­búa að leiðarljósi."

Und­ir þetta skrifa all­ir borg­ar­full­trú­ar og vara­borg­ar­full­trú­ar flokks­ins að Vil­hjálmi und­an­skyld­um, þau Áslaug María Friðriks­dótt­ir,  Kjart­an Magnús­son, Björn Gísla­son, Kristján Guðmunds­son, Bolli Thorodd­sen, Marta Guðjóns­dótt­ir, Gísli Marteinn Bald­urs­son, Ragn­ar Sær Ragn­ars­son, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, Sif Sig­fús­dótt­ir, Jór­unn Ósk Frí­manns­dótt­ir, Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir og Júlí­us Víf­ill Ingvars­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert