Yfirlýsing skipstjóra á íslenska loðnuflotanum

Loðnuskip að veiðum við Snæfellsnes fyrir nokkrum árum.
Loðnuskip að veiðum við Snæfellsnes fyrir nokkrum árum. Árvakur/RAX

Skip­stjór­ar ís­lenska loðnu­flot­ans hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far um­mæla Grét­ars Márs Jóns­son­ar, þing­manns Frjáls­lynda flokks­ins, í Frétta­blaðinu þann 22. fe­brú­ar 2008, þar sem hann sagði að „marg­ir loðnu­skip­stjór­ar segja mér að ástandið sé þannig að það ætti bara að stoppa loðnu­veiðar í tvö ár.”
 
Yf­ir­lýs­ing skip­stjór­anna:

„Við, skip­stjór­ar á öll­um ís­lenska loðnu­flot­an­um, könn­umst ekki við að hafa talað við Grét­ar Mar Jóns­son um ástand loðnu­stofns­ins og þykir miður að hann skuli vera að gera okk­ur upp skoðanir.  Það er lág­marks krafa að þing­menn þjóðar­inn­ar fari með rétt mál og hafi heim­ild­ir rétt­ar.
 
Okk­ar skoðun á ástandi loðnu­stofns­ins er ekki sú sama og Haf­rann­sókna­stofn­un­in hef­ur. Þann ágrein­ing leysa menn með rök­ræðum og end­ur­skoðun mæl­inga með aðstoð hvors ann­ars en ekki með upp­hlaupi í fjöl­miðum eins og Ólaf­ur Karvel Páls­son fiski­fræðing­ur gerði í frétta­tíma rík­is­út­varps­ins í gær.

Á þeim erfiðu tím­um sem íbú­ar sjáv­ar­plássa hring­inn í kring­um landið eru ganga í gegn­um verður að ríkja trúnaður og traust á milli Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar og hags­munaaðila.  Við skip­stjór­arn­ir á þeim skip­um sem hafa verið á miðunum erum sann­færðir um að ástand loðnu­stofns­ins er betra en Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­in tel­ur.  Það mynstur sem við erum  að upp­lifa núna hef­ur sést áður og það ætti ekki að valda mönn­um áhyggj­um."
 
Til­kynn­ing­in er send af skip­stjór­um Jónu Eðvalds, Kross­ey, Aðal­steini Jóns­syni, Jóni Kjart­ans­syni, Berki, Vil­helm Þor­steins­syni, And­ers, Bjarna Ólfas­syni, Hof­felli, Sig­hvati Bjarna­syni, Kap, Álsey, Júpiter, Þor­steini, Hug­inn, Guðmundi,  Ing­unni, Faxa, Lundey, Há­kon, Vík­ingi og Áskeli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert