Ríkiskaup, fyrir hönd fjarskiptasjóðs, óska eftir tilboðum í uppbyggingu háhraðanettenginga á svæðum þar sem háhraðanettengingar eru hvorki í boði né fyrirhugaðar á markaðslegum forsendum. Um er að ræða verkefni sem tryggir íbúum á ofangreindum svæðum háhraðanettengingar og tilheyrandi þjónustu til ársins 2014 hið minnsta.
Fjarskiptasjóður var stofnaður með lögum árið 2005 og hlutverk hans er meðal annars að styðja við uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðslegum forsendum.