Viðvarandi stjórnarkreppa

„Mér finnst ekki traust­vekj­andi og í raun óá­byrgt að ýta aug­ljós­um inn­an­búðar­vanda á und­an sér," seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Seg­ir hann blasa við að Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjáms­son njóti ekki trausts í sín­um hópi til að verða næsti borg­ar­stjóri í Reykja­vík.

„Frá því nýr meiri­hluti var myndaður hef­ur verið viðvar­andi stjórn­ar­kreppa vegna innri átaka í Sjálf­stæðis­flokkn­um og það bitn­ar auðvitað á öll­um sem eiga eitt­hvað und­ir borg­ina að sækja. Þess vegna hefði, eft­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hrundi sam­an inn­an frá í haust, verið miklu heil­brigðara fyr­ir þenn­an hóp að vinna úr sín­um innri ágrein­ingi og ná ein­hvers kon­ar jarðteng­ingu í minni­hluta frek­ar en að mynda þenn­an for­dæma­lausa meiri­hluta á mjög svo hæp­inn hátt," seg­ir Dag­ur.

„Mér finnst þessi fram­ganga und­an­far­inna vikna vand­ræðal­eg­ur og Sjálf­stæðis­flokkn­um til skamm­ar," seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna. Aðspurð seg­ist hún ótt­ast að innri átök­in í borg­ar­stjórn­ar­flokki sjálf­stæðismanna muni hafa nei­kvæð áhrif á borg­ina.

„Þegar borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans eru all­ir upp­tekn­ir við annað en að stjórna borg­inni þá gef­ur það auga leið að það er mjög al­var­legt ástand. Flokk­ur sem svona er ástatt um á ekki að bjóða fólki upp á það að vera í meiri­hluta," seg­ir Svandís og tek­ur fram að ábyrgð forrystu­manna flokks­ins við þess­ar aðstæður sé afar mik­il. Seg­ir hún sjón­arspil und­an­far­inna vikna hafi orðið til að af­hjúpa hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé í raun getu­lít­ill að tak­ast á við sín innri mál. „Þegar vand­ræðagang­ur­inn er orðinn svona viðvar­andi finnst mér komið að því að forryst­an sýni hvers hún er megn­ug."

Óskar Bergs­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókna­flokks, seg­ir ákvörðun Vil­hjálms Þ. ekki koma sér á óvart. Hann tel­ur niður­stöðu Vil­hjálms byggj­ast á því að sjálf­stæðis­menn geti ekki komið sér sam­an um eft­ir­mann.

Spurður hvort minni­hlut­inn ætli að beita sér í mál­inu seg­ir Óskar að sjálf­stæðis­menn verði krafn­ir svara. „Óvissa er aldrei góð í stjórn­mál­um og Vil­hjálm­ur viðheld­ur henni með þess­ari niður­stöðu. Ég er ekki viss um að það gangi til lengd­ar. Al­menn­ing­ur, starfs­menn borg­ar­inn­ar og aðrir munu krefjast þess að vita hvað taki við að ári, þegar Ólaf­ur F. [Magnús­son] læt­ur af embætti borg­ar­stjóra. Það er ekki hægt að búa við þetta áfram og ég reikna með að við [í minni­hlut­an­um] tök­um málið upp á næsta fundi borg­ar­ráðs eða borg­ar­stjórn­ar og krefj­umst frek­ari skýr­inga," seg­ir Óskar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert