Vilhjálmur ekki borgarstjóri?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Árvakur/Frikki

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ætlar að halda áfram sem oddviti flokksins en ætlar hins vegar ekki að taka við embætti borgarstjóra aftur. Þetta var fullyrt í fréttum Útvarpsins og sagt, að Vilhjálmur hefði tilkynnt Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, þessa ákvörðun sína.

Gert er ráð fyrir að Vilhjálmur greini borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins frá þessari ákvörðun í dag. 

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að stuðningsmenn Vilhjálms vilji að annað hvort taki Vilhjálmur við embættinu eða að boðað verði til prófkjörs og flokksmenn velji borgarstjóra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert