Áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að tveir Lit­há­ar, sem héraðadóm­ur dæmdi í 5 ára fang­elsi fyr­ir nauðgun, sæti áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi þar til dóm­ur fell­ur í Hæsta­rétti í máli þeirra, þó ekki leng­ur en til 9. maí.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í nóv­em­ber og hafa setið í gæslu­v­arðhaldi síðan. Þeir voru í héraðsdómi fundn­ir sek­ir um að nauðga konu í miðborg Reykja­vík­ur en hafa áfrýjað þeim dómi til Hæsta­rétt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert