Fleiri börn til læknis?

Komum barna á heilsugæslustöðvar hefur fjölgað stórlega síðan um áramót þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi sem felldi niður kostnað foreldra við þær. Þetta segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslu Árbæjar. Segir hann allt of mikið um að tekin séu stroksýni vegna gruns um streptókokkasýkingu og segja megi að hálfgerð móðursýki hafi gripið um sig vegna þessa með tilheyrandi fjölgun í komum barna á heilsugæslustöðvar. Bendir hann á að meirihluti þeirra sem fá hálsbólgu sé með vírussýkingu en ekki streptókokkasýkingu og því engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta og láta taka strok þegar hálsbólgu verður vart. Ákvörðun um strok eigi einnig að vera í höndum fagfólks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert