Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Árvakur/Kristinn

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, nýt­ur mests trausts ís­lenskra stjórn­mála­manna sam­kvæmt könn­un, sem Frétta­blaðið birt­ir í dag. Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, formaður borg­ar­ráðs, nýt­ur minnsts trausts sam­kvæmt könn­un­inni.

40,7% nefndu Geir þegar þeir voru spurður til hvaða stjórn­mála­manns þeir bæru mest traust. Eru þetta ívið fleiri en nefndu Geir í sams­kon­ar könn­un blaðsins fyr­ir ári. 16,3% nefndu Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, einnig fleiri en fyr­ir ári. 9,1% nefndu Stein­grím J. Sig­fús­son, formann VG, tals­vert færri en fyr­ir ári. Næst komu Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, 6,9%, Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, 4,4% og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­full­trúi, 4%.

Þegar þátt­tak­end­ur voru beðnir að nefna þá stjórn­mála­menn sem þeir bæru minnst traust til nefndu 29,1% Vil­hjálm Þ. Vil­hjálms­son, 18,5% Össur Skarp­héðins­son, 9% Árna M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, 5,6% Ólaf F. Magnús­son, borg­ar­stjóra, og 4,3% Geir H. Haar­de og Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur.

Könn­un­in var gerð á laug­ar­dag og var hringt í 800 manns. 62% tóku af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar um mest traust og 55,4% til spurn­ing­ar um minnst traust.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert