Lóðningarnar kortlagðar

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200
Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 Árvakur/Þorkell

„Við erum nú að kort­leggja þess­ar lóðning­ar sem við finn­um hérna, til að flýta fyr­ir okk­ur við mæl­ing­ar,“ sagði Sveinn Svein­björns­son, leiðang­urs­stjóri Haf­rann­sókn­ar­skips­ins Árna Friðriks­son­ar, í sam­tali við mbl.is. Skipið er nú við loðnu­rann­sókn­ir um 16 sjó­míl­ur vest­ur af Ing­ólfs­höfða.

Hann seg­ir að dag­ur­inn hafi fyrst og fremst farið í rann­sókn­ir og því hafi lítið verið mælt í dag. 

Sveinn seg­ir að það sé mjög þétt lóðning vest­ast í loðnu­göng­unni sem fannst við Hjör­leifs­höfða. „Þannig að það er eng­inn vandi að fá góð köst í henni,“ seg­ir hann og set­ur um leið spurn­inga­merki við það hversu stórt svæðið sé í raun. Það eigi nán­ari at­hug­un eft­ir að leiða í ljós.

Von­ir standa til að mæl­ing­ar hefj­ist á nýj­an leik í kvöld eða nótt og að þeim ljúki á morg­un, a.m.k. einni yf­ir­ferð. Sveinn seg­ist helst vilja fara tvisvar yfir til að fá góðan sam­an­b­urð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert