Lóðningarnar kortlagðar

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200
Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 Árvakur/Þorkell

„Við erum nú að kortleggja þessar lóðningar sem við finnum hérna, til að flýta fyrir okkur við mælingar,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri Hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, í samtali við mbl.is. Skipið er nú við loðnurannsóknir um 16 sjómílur vestur af Ingólfshöfða.

Hann segir að dagurinn hafi fyrst og fremst farið í rannsóknir og því hafi lítið verið mælt í dag. 

Sveinn segir að það sé mjög þétt lóðning vestast í loðnugöngunni sem fannst við Hjörleifshöfða. „Þannig að það er enginn vandi að fá góð köst í henni,“ segir hann og setur um leið spurningamerki við það hversu stórt svæðið sé í raun. Það eigi nánari athugun eftir að leiða í ljós.

Vonir standa til að mælingar hefjist á nýjan leik í kvöld eða nótt og að þeim ljúki á morgun, a.m.k. einni yfirferð. Sveinn segist helst vilja fara tvisvar yfir til að fá góðan samanburð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka