Mótsagnakenndur málflutningur um olíuhreinsistöð

Árni Finnsson.
Árni Finnsson. Árvakur/Árni Sæberg

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir málflutning forsvarsmanna Íslensks hátækniiðnaðar, sem vilja reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, vera mótsagnakenndan og þeir viti ekki hvernig stöð eigi að reisa.

Þá komi viðmiðunartölur þeirra um losun á gróðurhúsalofttegundum frá stöðinni í Slangentangen í Noregi. Sú stöð framleiði aðallega dísilolíu og að sögn Árna losa þannig stöðvar mun minna en tæknilegri stöðvar.

„Ólafur Egilsson sagði í samtali við Blaðið í ágúst að stöðin myndi framleiða yfir tvö þúsund mismunandi afurðir. Við framleiðslu svona margra afurða þarf meiri bruna sem þýðir meiri losun“, segir Árni.

Nærtækara væri að taka mið af stöðinni í Mongstad í Noregi. „Sé miðað við Mongstad þá myndi aukningin vera 40% af losun Íslands árið 1990 en ekki 15% eins og þeir segja. Það þarf því ekki að undra að þeir vilji fresta umræðu um þessi mál.“

Hann telur að aukningin verði einhverstaðar á þessu bili en þó nær 40%. „Mér finnst þeir illa undirbúnir að þessu leyti því þeir hafa þessar tölur ekki á reiðum höndum. En þeir hafa ekki mótmælt mínum tölum.“

Árni flutti erindi á málþingi Fjórðungssambandins um helgina. „Umræðan sem þar fór fram var góð og spurningarnar blátt áfram. Einhver sagði mér að það væri vestfirski stíllinn.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert