Orkufjárfestingar jákvæðar

Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra sagði á Alþingi að áfram væri mik­ill áhugi er­lendra fjár­festa á að fjár­festa í stóriðju á Íslandi og nota inn­lenda orku­gjafa.

Það muni hafa já­kvæð áhrif á af­stöðu er­lendra aðila til Íslands að tekn­ar verði ákv­arðanir um áfram­hald­andi er­lend­ar fjár­fest­ing­ar hér þar sem aðilar sýni fram á að þeir beri traust til þess sem hér er að ger­ast. Það muni styrka þann grunn, sem fjár­mála­fyr­ir­tæki byggja á í sinni út­rás og hjálpa þeim að vera með í upp­takt­in­um þegar losn­ar um á fjár­mála­mörkuðum heims­ins.

Árni sagði að öll þau verk­efni, sem væri verið að tala um: Helgu­vík, Þor­láks­höfn og Bakki þurfi að fara eft­ir ís­lensk­um lög­um. Að því væri unnið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert