„Ósannfærandi rök hjá ríkinu"

„Miðað við það sem ég hef lesið um þetta finnst mér þetta ekki sannfærandi rök hjá ríkinu, því það hlýtur að vita nákvæmlega hverjir þessir 53 einstaklingar eru sem hugsanlega eiga rétt á skaðabótum vegna skerðingar á lífeyrisréttindum,“ segir Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vegna frétta þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi ekki enn orðið við tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins varðandi fullnustu dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá haustinu 2004. Að mati Guðrúnar væri það álitshnekkir fyrir íslensk stjórnvöld ef þau þráuðust við að verða við tilmælum ráðherranefndarinnar, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til þess að hlíta dómum Mannréttindadómstólsins og ráðherranefndin hefur eftirlitsskyldu með því að ríki standi við þá skuldbindingu sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert