Utanríkisráðherra til Barbados í lok mars

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Árvakur/Friðrik Tryggvason

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun heimsækja Barbados í Karíbahafi í lok marsmánaðar. Markmið ferðar ráðherra er  að eiga viðræður við ráðamenn Karíbahafsríkja um samstarf og þróunarsamvinnu Íslands á svæðinu. Til viðræðna verður boðið fulltrúum frá 16 ríkjum og áhersla lögð á þátttöku þeirra sem hafa með sjávarútvegs-, orku- eða jafnréttismál að gera.

Samkvæmt upplýsingum frá Útflutningsráði skipuleggur ráðið ferð viðskiptasendinefndar til eyjunnar með ráðherra. Ákveðið hefur verið að starfsmaður Útflutningsráðs verði staðsettur á svæðinu í nokkra mánuði og muni aðstoða fyrirtæki við að fylgja eftir þeim samningum sem nást og viðhalda tengslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka