Utanríkisráðherra til Barbados í lok mars

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Árvakur/Friðrik Tryggvason

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, mun heim­sækja Barbados í Karíbahafi í lok mars­mánaðar. Mark­mið ferðar ráðherra er  að eiga viðræður við ráðamenn Karíbahafs­ríkja um sam­starf og þró­un­ar­sam­vinnu Íslands á svæðinu. Til viðræðna verður boðið full­trú­um frá 16 ríkj­um og áhersla lögð á þátt­töku þeirra sem hafa með sjáv­ar­út­vegs-, orku- eða jafn­rétt­is­mál að gera.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Útflutn­ings­ráði skipu­legg­ur ráðið ferð viðskipta­sendi­nefnd­ar til eyj­unn­ar með ráðherra. Ákveðið hef­ur verið að starfsmaður Útflutn­ings­ráðs verði staðsett­ur á svæðinu í nokkra mánuði og muni aðstoða fyr­ir­tæki við að fylgja eft­ir þeim samn­ing­um sem nást og viðhalda tengsl­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert