Alparnir eru ekki í Seyðisfirði

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður Árvakur/Steinunn

For­stöðumaður skíðasvæðis Fjarðarbyggðar í Odds­skarði hef­ur óskað eft­ir því að Seyðis­fjarðakaupstaður hætti að kalla skíðasvæði bæj­ar­búa í Staf­dal Kon­ung aust­firsku Alp­anna í sím­svara­kveðju skíðasvæðis­ins.

Ástæðan er sú að skíðasvæði Fjarðabyggðar hef­ur einka­leyfi á að nota heitið Aust­firsku Alp­arn­ir um skíðasvæði sveit­ar­fé­lags­ins.

„Þegar ég fékk sím­hring­ing­una frá þeim hélt ég að þetta væri bara eitt­hvað grín, því mér fannst þetta al­veg mein­fyndið,“ seg­ir Ein­ar Bragi Braga­son, formaður skíðadeild­ar Hug­ins á Seyðis­firði. „Ég var vin­sam­leg­ast beðinn um að hætta að kalla skíðasvæðið okk­ar Kon­ung aust­firsku Alp­anna í sím­svara­kveðjunni, ann­ars myndi lög­fræðing­ur þeirra hafa sam­band við okk­ur því þeir hefðu einka­leyfi á Aust­firsku Ölp­un­um. Ég hrein­lega trúði því ekki að þeir væru að láta svona húm­or fara í taug­arn­ar á sér.“

Seyðfirðing­ar urðu við beiðni Fjarðarbyggðar og kalla nú skíðasvæðið ým­ist Kon­ung aust­firsku tind­anna eða skíðasvæði allra lands­manna í sím­svara­kveðju skíðasvæðis­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert