Forsetahjón heimsækja Hrafnagilsskóla

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, og Dor­rit Moussai­eff, for­setafrú. heim­sækja Hrafnagils­skóla í Eyja­fjarðarsveit á morg­un en Hrafnagils­skóli hlaut Íslensku mennta­verðlaun­in árið 2007 í flokki skóla sem sinnt hafa vel ný­sköp­un og far­sælu sam­hengi í fræðslu­starfi.

Full­trú­ar nem­enda, skóla­stjóri og kenn­ar­ar Hrafnagils­skóla taka á móti for­seta­hjón­un­um kl. 9 í fyrra­málið og kynna skóla­starfið. Í kjöl­farið heim­sækja for­seta­hjón kennslu­stof­ur, kynna sér kennslu­hætti sem og aðbúnað og viðhorf nem­enda.

Kl. 11  verður sér­stök sam­veru­stund á sal skól­ans þar sem Ólaf­ur Ragn­ar mun ávarpa nem­end­ur og svara spurn­ing­um þeirra. Nem­end­ur munu flytja tónlist og önn­ur atriði. Áætlað er að heim­sókn­inni ljúki kl. 12. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert