Fylgst með skattsvikamáli

Íslensk skattayfirvöld munu fylgjast með aðgerðum Finna, Svía og Norðmanna, sem sýnt hafa því áhuga að fá lista sem þýsk skattayfirvöld hafa undir höndum yfir viðskiptavini banka í skattaparadísinni Lichtenstein.

Í sjónvarpi mbl segist Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, ætla að fylgjast með málinu og hafa samband við hinar Norðurlandaþjóðirnar, fái þær umræddar upplýsingar. Hún segir þó að mikið þurfi til að íslensk stjórnvöld óski eftir upplýsingum sem fengnar eru með vafasömum hætti eins og í þessu tilviki.

Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:

Nýstárleg spelka fyrir ökklabrotna

Clinton í harðri baráttu

Verðbólgan nærri 7%

Æsingur í hreindýrahlaupi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert