Hallargarðurinn falur

Fríkirkjuvegur 11
Fríkirkjuvegur 11 Árvakur/Sverrir

Tillaga þess efnis að öll lóðin umhverfis húsið við Fríkirkjuveg 11, þar á meðal Hallargarðurinn, verði leigð til væntanlegs kaupanda hússins, Novators fyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, bíður afgreiðslu borgarráðs Reykjavíkur. 24 stundir hafa uppkast af leigusamningnum undir höndum og mun það, samkvæmt heimildum blaðsins, hafa verið tekið til umræðu á síðasta borgarráðsfundi en tekið af dagskrá að honum loknum þar sem fulltrúar voru ekki tilbúnir að taka afstöðu.

Hægt að loka garðinum

„Það er alls ekki frágengið hvort lóðin öll verði leigð. Það er okkar leiðarljós að tryggja að garðurinn verði áfram almenningsgarður,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, aðspurður um það hvort honum hugnist að garðurinn verði leigður kaupendum hússins. „Tillagan liggur ekki ennþá fullmótuð fyrir því þessi sjónarmið öll þarf að ígrunda vel áður en gengið er til samninga um þetta mál.“

Ólafur var á sínum tíma andvígur því að selja húsið. „Þetta var þó samþykkt og síðan er liðinn langur tími og brýnt að fara að finna einhverja lausn á þessu máli og húsið stendur autt og ónotað og það er ekki gott fyrir varðveislu þess,“ segir Ólafur.

Almenningsgarðar falir

Vilja tryggja aðgengi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert