Nýjung leysir gifsið af hólmi

Á Íslandi brotnar að meðaltali einn ökkli á degi hverjum. Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. hefur þróað ódýra ökklaspelku sem kemur alfarið í staðinn fyrir hefðbundið gifs sem getur bæði flýtt fyrir bata og aukið lífsgæði fólks á meðan brotið grær.

Össur hf. hefur hafið fjöldaframleiðslu á spelkunni og hefur þannig náð verðinu það langt niður að spelkan getur keppt við hefðbundnar gifsumbúðir ef miðað er við að ökklabrotinn maður þarf hugsanlega að láta skipta um gifsið tvisvar til þrisvar sinnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka