Staurinn lá óvígur eftir

mynd/Sigrún Alda

Eng­an sakaði þegar ökumaður stræt­is­vagns missti stjórn á öku­tæk­inu í hálku með þeim af­leiðing­um að vagn­inn endaði á ljósastaur á Ak­ur­eyri í dag. Að sögn lög­reglu lá staur­inn óvíg­ur eft­ir árekst­ur­inn, en vagn­inn skemmd­ist minni­hátt­ar.

Óhappið átti sér stað á Aust­ursíðu við Draupn­is­götu um kl. 16:30. Ökumaður stræt­is­vagns­ins neydd­ist til að nauðhemla þegar bif­reið, sem ók á und­an vagn­in­um, hægði snögg­lega á sér til að beygja inn Draupn­is­götu. Við þetta missti vagn­stjór­inn stjórn á stræt­is­vagn­in­um með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Ekki tók betra við þegar stræt­is­vagn­inn ætlaði að bakka til að losa sig frá ljósastaurn­um. Á sama augna­bliki reyndi ann­ar ökumaður að skjót­ast fram hjá með þeim af­leiðing­um að vagn­inn bakkaði á bif­reiðina. Eng­an sakaði og þá er um minni­hátt­ar skemmd­ir að ræða. 

Fljúg­andi hálka er á göt­um að sögn lög­reglu sem hvet­ur öku­menn til að sýna aðgát í um­ferðinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert