Rúm 55% þjóðarinnar segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við umsókn aukist um 50% frá því í janúar 2007 þegar 36% voru hlynnt því að Ísland sækti um aðild. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við að sækja um aðild í skoðanakönnunum Fréttablaðsins áður.