Auðvelt að fjölga visthæfum bílum

Með því að gefa fordæmi og fjölga visthæfum ökutækjum í bílaflota starfsmanna gætu ríki og sveitarfélög stigið mikilvægt skref í þá átt að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda frá umferðinni. Þörf er á markvissari aðgerðum og kominn tími til að fyrirtækjum jafnt sem stofnunum verði auðveldað að setja sér markmið um hlutfall visthæfra ökutækja í bílaflota sínum, með stuðningi hins opinbera.

Þetta er mat Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, sem kynnir í dag nýja ökutækjastefnu, sem ætlað er að hraða fjölgun visthæfra ökutækja. Hann telur ekki nógu mikið hafa verið gert í þessum málaflokki.

„Mér finnst menn vera í hægagangi og vera að bíða eftir töfralausnum, þegar hægt er að gera gríðarmikið með einföldum hætti, með aðgerðum sem eru ekki íþyngjandi og lækka eldsneytiskostnað,“ segir Sigurður Ingi. „Ég held að það hafi ekki skort vilja, heldur frekar frumkvæði til að stíga slík skref.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert