Dómsmálaráðherra skipar nefnd til endurskoða vopnalög

Björn Bjarna­son dóms- og kirkju­málaráðherra hef­ur skipað nefnd til að vinna að end­ur­skoðun vopna­laga og þeirra reglu­gerða og reglna sem sett­ar hafa verið á grund­velli lag­anna. Tíu ár eru liðin frá setn­ingu gild­andi vopna­laga.

Í nefnd­ina hafa verið skipuð Pét­ur Guðgeirs­son héraðsdóm­ari, sem jafn­framt hef­ur verið skipaður formaður henn­ar, Thelma Þórðardótt­ir lög­fræðing­ur, til­nefnd af rík­is­lög­reglu­stjóra, Ólaf­ur Þ. Hauks­son lög­reglu­stjóri, til­nefnd­ur af Lög­reglu­stjóra­fé­lagi Íslands, Dag­mar Sig­urðardótt­ir lög­fræðing­ur, til­nefnd af Land­helg­is­gæslu Íslands, Ívar Er­lends­son, til­nefnd­ur af Skot­veiðifé­lagi Íslands, og Jón Sig­urður Ólason, til­nefnd­ur af Skotíþrótta­sam­bandi Íslands.

Í til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu kem­ur fram að síðan lög­in voru sett fyr­ir tíu árum hef­ur reynt á ýmis atriði við túlk­un lag­anna, tækni hef­ur fleygt fram og þjóðfé­lagið tekið breyt­ing­um. Jafn­framt hef­ur alþjóðlegt sam­starf á þessu sviði auk­ist. Af þess­um sök­um tel­ur ráðherra tíma­bært að end­ur­skoða vopna­lög­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert