Frítt í strætó á Akranesi

Á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær samþykkti bæjarstjórn samhljóða að frítt verði í strætó sem keyrir innanbæjar á Akranesi frá og með 1. mars. Samkvæmt samþykktinni er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði á árinu sem nemur um 2,3 milljónum króna.

Í greinargerð sem fylgdi tillögu meirihluta bæjarstjórnar segir að umferð hafi vaxið gífurlega síðustu tvö árin með aukinni bifreiðaeign og fjölgunar í bæjarfélaginu. Reiknað er með að samþykktin muni draga úr þessari miklu bílaumferð og minnka umferðarálag og slysahættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert