Gaukur Úlfarsson hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar, en Gaukur var í gær dæmdur til að til að greiða Ómari R. Valdimarssyni 300 þúsund kr. í miskabætur fyrir ummæli sem hann viðhafði á bloggi sínu. Þetta sagði lögmaður Gauks í samtali við mbl.is.
Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Gauks, segir þá hafa þrjá til fjóra mánuði til að áfrýja með formlegum hætti. Tíminn þangað til verði nýttur til að undirbúa málið.