Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að loknum fundum sínum með forystumönnum Evrópusambandsins í Brussel í dag að það hefði komið skýrt fram að Evrópusambandið væri andsnúið því að ríki utan sambandsins tækju einhliða upp evru.
Ef Ísland tæki upp evru einhliða gæti það jafnvel haft í för með sér pólitíska erfiðleika í samstarfi Íslands og ESB. Geir sagðist þar eiga við að ESB gæti torveldað samstarf á sviði EES og Schengen-samninganna.
Geir sagðist vera mjög ánægður með fundi sína í Brussel, en hann hitti fimm af framkvæmdstjórum Evrópusambandsins, þ.m.t. Barroso forseta framkvæmdastjórnarinnar.