Hlutu samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær.  Hjálpræðisherinn hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Ragna Marinósdóttir var valin Hvunndagshetja ársins 2008 en Ragna hefur með umönnun fatlaðra sona sinna öðlast mikla reynslu sem hún hefur nýtt til að hjálpa foreldrum fatlaðra barna.

Hjónin Þorsteinn Bjarni Einarsson og Sigríður Steingrímsdóttir hlutu verðlaunin Frá kynslóð til kynslóðar  en þau ráku skammtímavistun á heimili sínu í átján ár.

Hörður Torfason tónlistarmaður hlaut verðlaunin Til atlögu gegn fordómum og Guðrún Halldórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, hlaut heiðursverðlaun Fréttablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert