Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut

„AF hverju á að ekki að reyna að ganga frá þessu þannig að það sé sæm­andi fyr­ir okk­ur í borg­inni?“ spyr Birg­ir Björns­son, formaður Íbúa­sam­taka Háa­leit­is norður, en sam­tök­in hafa sent borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur og fleiri borg­ar­full­trú­um bréf vegna fyr­ir­hugaðra gatna­móta við Kringlu­mýr­ar- og Miklu­braut.

Fram kom í Morg­un­blaðinu á dög­un­um að mis­læg gatna­mót á þess­um stað væru aft­ur kom­in á dag­skrá, en nýr meiri­hluti hef­ur lofað því að þau verði byggð. Hug­mynd­in er að setja hluta um­ferðar um Kringlu­mýr­ar­braut í stokk frá því sunn­an við Lista­braut og norður fyr­ir Miklu­braut en að nærum­ferð verði á yf­ir­borði.

Á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Miklu­braut­ar er gert ráð fyr­ir þriggja hæða gatna­mót­um þar sem bæði Kringlu­mýr­ar­braut og Mikla­braut eru í fríu flæði, en all­ir beygju­straum­ar um hring­torg. Hring­torgið verði í 2-2,5 m hæð yfir nú­ver­andi landi.

Íbúa­sam­tök­un­um líst ekki á þær til­lög­ur sem þau hafa séð af gatna­mót­un­um, að sögn Birg­is. Ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við þá og þeir fyrst séð mynd­ir af fyr­ir­hugðum gatna­mót­um í frétt í Morg­un­blaðinu.

Hann bend­ir á að í ná­grenni fyr­ir­hugaðra gatna­móta séu Álfta­mýr­ar­skóli, leik­skól­inn Álfta­borg og frí­stunda­heim­ilið Tóna­bær. „Þetta er allt í um það bil 200 metra fjar­lægð eða minna, bæði frá Miklu­braut og Kringlu­mýr­ar­braut,“ seg­ir hann. Vitað sé að mestu meng­un frá um­ferð sé að finna á bil­inu 200-400 metra frá stofn­braut­um. Rann­sókn­ir hafi sýnt að börn séu sér­stak­lega varn­ar­laus gagn­vart um­ferðarmeng­un sem þess­ari. Æskilegt væri að nýr póll yrði tek­inn í hæðina og heilsa íbú­anna yrði lát­in ganga fyr­ir „Þetta kost­ar auðvitað sitt, en það eru til töl­ur frá Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu sem sýna fram á að heilsu­fars­kostnaður­inn er miklu hærri [af gatna­mót­um of­anj­arðar].“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert