„Léttir yfir okkur“

Elliði Vignisson
Elliði Vignisson

„Það létt­ir nátt­úru­lega yfir okk­ur að þessi viðbótar­út­hlut­un, sem við eig­um von á núna, hún ger­ir okk­ur kleift að halda lág­marks­um­svif­um í gangi. Svo gælum við við það að meiri loðna finn­ist,“ seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyj­ar­bæj­ar, vegna þeirra frétta að loðnu­veiðar hafi verið heim­ilaðar á ný.

Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að flest bendi til þess að meiri loðna muni finn­ast. „Ég var að koma úr Hug­in VE, sem var að koma af miðunum, og hann var með 1.000 tonna kast í há­deg­inu í dag og sprengdi nót­ina, og náði ekki nema 30 tonn­um um borð,“ seg­ir Elliði. Hann seg­ist hafa það eft­ir skip­verj­un­um, og fiski­fræðingi sem var með þeim um borð, að fiskitorf­an sé um 470.000 tonn. Elliði bend­ir á að enn eigi eft­ir að mæla göng­urn­ar sem séu aust­ur frá. 

„Það verður al­veg ör­uggt að höggið verður minna en við vor­um far­in að búa okk­ur und­ir og horfa fram­an í. En það er tals­verður skaði skeður nú þegar. Hrogna­fyll­ing er orðin rúm­lega 20%, þannig að þegar eru þetta hundruð millj­óna sem að stoppið hef­ur kostað okk­ur. En í öll­um til­vik­um verður þetta minna en við héld­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert