Loðnuveiðar heimilaðar á ný

mbl.is/Kristinn

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Ein­ar Kr. Guðfinns­son, hef­ur gefið út reglu­gerð um að loðnu­veiðar verði heim­ilaðar á ný. Tek­ur nýja reglu­gerðin strax gildi, sam­kvæmt frétt á vef Fiski­stofu.

Ákveðið hef­ur verið að fella úr gildi reglu­gerð um bann við loðnu­veiðum og er það gert á grund­velli ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. Jafn­framt er gefið út breytt heild­arafla­mark þannig að í hlut Íslend­inga koma um 100 þúsund tonn, í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að út­hluta.

Eins og fram hef­ur komið mun Haf­rann­sókna­stofn­un­in áfram fylgj­ast með þróun mála á miðunum og meta ástandið, sam­kvæmt frétt á vef sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert