Loðnuveiðar heimilaðar á ný

mbl.is/Kristinn

Sjávarútvegsráðherra, Einar Kr. Guðfinnsson, hefur gefið út reglugerð um að loðnuveiðar verði heimilaðar á ný. Tekur nýja reglugerðin strax gildi, samkvæmt frétt á vef Fiskistofu.

Ákveðið hefur verið að fella úr gildi reglugerð um bann við loðnuveiðum og er það gert á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar. Jafnframt er gefið út breytt heildaraflamark þannig að í hlut Íslendinga koma um 100 þúsund tonn, í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta.

Eins og fram hefur komið mun Hafrannsóknastofnunin áfram fylgjast með þróun mála á miðunum og meta ástandið, samkvæmt frétt á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka