Mannekla mikið áhyggjuefni

00:00
00:00

Mann­ekla og tíma­leysi á heil­brigðis­stofn­un­um er sér­stakt áhyggju­efni og eyk­ur hætt­una á mis­tök­um. Gögn frá heil­brigðis­yf­ir­völd­um á Vest­ur­lönd­um sýna að um 10 pró­sent sjúk­linga verða fyr­ir mis­tök­um starfs­fólks eða óvænt­um at­vik­um – minni­hátt­ar eða al­var­leg­um. Þess­ar töl­ur má heim­færa upp á Ísland.

Skrán­ingu at­vika er mjög ábóta­vant hér á landi og hef­ur land­læknisembættið hvatt til þess að úr því verði bætt. Dreifi­bréf hef­ur verið sent til allra heil­brigðis­stofn­ana og fag­fé­laga heil­brigðis­stétta þess efn­is.

Með óvæntu at­viki er átt við óhappa­til­vik, mis­tök, van­rækslu eða önn­ur at­vik sem valdið hafa sjúk­lingi tjóni eða hefðu getað valdið hon­um tjóni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert