Staða nýs spítala kynnt

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Árvakur/Brynjar Gauti

Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður nefndarinnar sem hefur umsjón með byggingu nýs háskólasjúkrahúss, munu í dag kynna stöðu mála fyrir starfsmönnum Landspítalans.

Samkvæmt heimildum 24 stunda hefur gætt spennu meðal starfsmanna vegna óljósra frétta af gangi mála að þeirra mati. Starfsmenn óttast að spítalinn verði ekki jafnstór og lagt var upp með auk þess sem þeir óttast að framkvæmdum verði slegið á frest en áætlað hefur verið að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist á næsta ári.

Í grein í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði segja yfirlæknarnir Guðmundur Þorgeirsson og Þórður Harðarson að til mikils sé að vinna verði þeim nýbyggingaráformum sem kynnt hafi verið hraðað svo sem unnt er. Starfsemi spítalans sé nú á 16 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í 100 húsum. ibs

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Þorsteinn Valur Baldvinsson Þorsteinn Valur Baldvinsson: Ekki
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka