Sýslumaður áminnir yfirlögregluþjón

Sýslumaðurinn í Skagafirði, hefur áminnt yfirlögregluþjóninn í Skagafirði fyrir óhlýðni í starfi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps.

Fram kemur að Ríkharður Másson sýslumaður hafi staðfesti áminninguna við fréttastofu í dag. Hann segir hana vera í sex liðum, meðal annars fyrir að fylgja ekki fyrirmælum í starfi. Lögmaður yfirlögregluþjónsins hefur farið fram á að áminningin verði dregin til baka, en Ríkharður segist ekki ætla að verða við þeirri beiðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert