Tveir fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur

Bílarnir skemmdust mikið í árekstrinum.
Bílarnir skemmdust mikið í árekstrinum. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur við Vogaafleggjarann á Reykjanesbraut um kl. 18:30 í kvöld. Að sögn lögreglu missti annar ökumaðurinn stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að það skall á aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Reykjanesbrautin var lokuð í um einn og hálfan tíma en hún opnaði aftur upp úr kl. 20 í kvöld.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru ökumennirnir einir í bílunum. Annar þeirra hlaut opið beinbrot á hægra hné en hinn hlaut minniháttar áverka. Beita þurfti klippum til að ná öðrum ökumanninum úr bifreiðinni.

Lögregla segir að færðin á Reykjanesbrautinni sé slæm og hálka mikil, og hvetur fólk til þess að aka með gát. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert