Vilja umferðarmengunina í göng

00:00
00:00

Mis­læg gatna­mót eru aft­ur kom­in á dag­skrá á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Miklu­braut­ar. Íbúa­sam­tök Háa­leit­is norður eru afar ósátt við þess­ar hug­mynd­ir og vilja að Mikla­braut verði sett í  loft­hreinsuð jarðgöng frá Grens­ás­vegi og að Kringlu­mýr­ar­braut verði einnig sett í stokk niður að gatna­mót­un­um við Háa­leit­is­braut.

Í ná­grenni gatna­mót­anna eru skól­ar, leik­skól­ar, íþrótta­svæði og frí­stunda­heim­ili og seg­ir Birg­ir Björns­son formaður íbúa­sam­tak­anna að börn séu sér­stak­lega varn­ar­laus gagn­vart um­ferðarmeng­un.

Birg­ir seg­ir m.a. að ekki hafi verið haft sam­ráð við íbúa og að þeir hafi fyrst séð mynd­ir af þeim á síðum Morg­un­blaðsins. Hann bend­ir á að rísi gatna­mót­in megi reikna með að þau standi í hálfa öld og einnig að reikna megi með því að um­ferð auk­ist með tím­an­um, frek­ari upp­bygg­ingu og við það að gegn­um­flæði verði auðveld­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert