18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð fíkniefnabrot haustið 2006. Maðurinn hefur tekið sig á og haldið sig frá afbrotum undanfarið ár og einnig var tekið tillit til þess hve dróst að leggja fram ákæru í málinu.

Samtals fundust á manninum 11,9 grömm af hassi, 34 grömm af e-töflum, tæpt gramm af amfetamíni og 30 skammtar af LSD. 

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafði verið í neyslu og óreglu allt frá 12 ára aldri en fór í meðfer og hefur staðið sig vel í rúmt ár. Í vottorðum, sem lögð voru fram, komu fram áhyggjur hans nánustu af því að hann muni skaðast mjög af fangelsisvist og að sá árangur sem hann hafi náð í baráttu við neyslu sína yrði þá unninn fyrir gýg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert