Aukið samráð við íbúa borgarinnar

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, kynnir verkefnið.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, kynnir verkefnið. mbl.is/Frikki

Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­stjóri, ýtti í dag sam­ráðsverk­efn­inu 1,2 og Reykja­vík form­lega úr vör í hverf­is­stöð Fram­kvæmda­sviðs við Stór­höfða. Fel­ur verk­efnið í sér viðtækt sam­ráð við íbúa í hverf­um borg­ar­inn­ar um viðhalds­verk­efni og smærri ný­fram­kvæmd­ir. Óskað er eft­ir ábend­ing­um frá íbú­um eft­ir tveim­ur leiðum.

Ann­ars veg­ar leit­ar stýri­hóp­ur í hverju hverfi fjöl­breyttra leiða til að virkja börn, ung­linga og full­orðna til að setja fram hug­mynd­ir og ábend­ing­ar um viðhalds­verk­efni og ný­fram­kvæmd­ir í viðkom­andi hverfi. Hins veg­ar verður hægt að koma ábend­ing­um á fram­færi á sér­stök­um ábend­inga­vef sam­ráðsins á heimasíðu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Á ábend­inga­vefn­um gefst not­end­um kost­ur á að koma á fram­færi eig­in ábend­ing­um með skýr­ing­um og fylgj­ast með stöðu – eig­in ábend­inga og annarra. Hægt er að færa ábend­ing­ar inn á hver­fiskort, skoða yf­ir­lit yfir þær og styðja ábend­ing­ar annarra. Töl­fræði eft­ir hverf­um og mála­flokk­um verður aðgengi­leg á vefn­um.

Ábend­ing­um um nauðsyn­legt viðhald verður veitt til viðkom­andi hverfa­stöðvar Fram­kvæmda- eða Um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs. Hug­mynd­ir um ný­fram­kvæmd­ir og stærri viðhalds­verk­efni verða kynnt­ar og rædd­ar á opn­um sam­ráðsfund­um með borg­ar­stjóra á tíma­bil­inu frá 12. apríl til 3. maí. Niður­stöður verða send­ar íbú­um í bæk­lingi eða með öðrum hætti með vor­inu. 

Vef­ur Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert